Alfreð getur spilað í kvöld

Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason fagna marki Birkis gegn Andorra …
Alfreð Finnbogason og Birkir Bjarnason fagna marki Birkis gegn Andorra á föstudaginn. Ljósmynd/UEFA

Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir að Alfreð Finnbogason sé tilbúinn til að taka þátt í leiknum gegn Frökkum á Stade de France í kvöld, enda þótt hann sé ekki í byrjunarliðinu.

„Alfreð fékk ekkert bakslag í leiknum við Andorra en er smá ryðgaður eftir meiðslin. Hann getur tekið þátt í leiknum en hversu mikið það verður ræðst af því hvernig leikurinn þróast,“ sagði Freyr við RÚV fyrir stundu.

Freyr sagði að breytingin á leikaðferð úr 4-4-2 í 5-3-2 væri  gerð vegna þess að í þessum leik gegn sterku liði Frakka hentaði betur að spila með hávaxna fimm manna varnarlínu og sterka miðjublokk þar fyrir framan. 

Um valið á Albert Guðmundssyni í fremstu  víglínu í kvöld sagði Freyr: „Albert er búinn að vera mjög góður á æfingum og er mjög ferskur. Hann hefur þennan X-faktor til að gera góða hluti og við þurfum á því að halda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert