„Maður er í þessu til þess að ná árangri“

Haukur Páll Sigurðsson og liðsfélagar hans í Val hefja leik …
Haukur Páll Sigurðsson og liðsfélagar hans í Val hefja leik á Íslandsmóti karla í knattspyrnu í dag þegar liðið fær Víking Reykjavík í heimsókn. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmótið í knattspyrnu hefst formlega í kvöld þegar ríkjandi Íslandsmeistarar Vals taka á móti Víkingi R. í fyrsta leik tímabilsins klukkan 20 að Hlíðarenda. Eftir langt og strangt undirbúningstímabil, sem sumir kalla það lengsta í heimi, leynir fiðringurinn sér ekki þegar loks er komið að því að byrja ballið.

„Það er gaman að byrja í flóðljósum á föstudagskvöldi. Vonandi verður mikil og góð mæting á völlinn, stemning og góður fótbolti spilaður,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, við Morgunblaðið í aðdraganda fyrsta leiks. Valsmenn eru taldir langlíklegastir til þess að verja titilinn í svo til öllum spám fyrir tímabilið, en það truflar ekki undirbúninginn að Hlíðarenda.

„Hugarfarið er gott hjá öllum og menn eru staðráðnir í því að gera vel. Eins og undanfarin 10-20 ár hefur Íslandsmeisturum síðasta árs yfirleitt verið spáð titlinum aftur og það er engin undantekning á því í ár. Það er góður andi í hópnum, það hefur verið stígandi í þessu hjá okkur og við erum klárir,“ segir Haukur, sem hefur lyft Íslandsmeistarabikarnum síðastliðin tvö ár en er alls ekki saddur eftir árangurinn.

Nánar er rætt við Hauk Pál Sigurðsson á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert