Pálmi Rafn skoraði 100. markið gegn ÍBV

Pálmi Rafn Pálmason í baráttu við Þorsteinn Má Ragnarsson í …
Pálmi Rafn Pálmason í baráttu við Þorsteinn Má Ragnarsson í viðureign KR og Stjörnunnar á dögunum. mbl.is/Árni Sæberg

KR-ingurinn Pálmi Rafn Pálmason náði þeim stóra áfanga á sunnudaginn að skora sitt 100. mark í deildakeppni á ferlinum þegar KR vann ÍBV 3:0 í annarri umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu í Vesturbænum.

Pálmi Rafn, sem er 34 ára gamall, hóf meistaraflokksferilinn 15 ára gamall með Völsungi árið 2000 og skoraði 15 mörk fyrir Húsvíkinga í 43 leikjum í 2. og 3. deild þrjú fyrstu árin. Hann fór þaðan í KA, lék tvö ár í úrvalsdeild og eitt í 1. deild þar sem hann gerði 6 mörk í úrvalsdeildinni og 10 í 1. deildinni.

Þaðan lá leiðin í Val þar sem Pálmi varð Íslandsmeistari 2007 og skoraði 17 mörk í deildinni á þremur árum.

Eftir það lék Pálmi í norsku úrvalsdeildinni í sex og hálft ár, með Stabæk og Lilleström, og skoraði þar 32 mörk í 166 leikjum.

Pálmi hefur leikið með KR frá 2015. Hann er búinn að skora í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins, skoraði 11 mörk í fyrra og er alls kominn með 20 mörk í 86 leikjum fyrir Vesturbæinga í úrvalsdeildinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert