Dýrmæt stig hjá HK

ÍA og HK mættust í fyrstu deildinni í fyrra.
ÍA og HK mættust í fyrstu deildinni í fyrra. Ljósmynd/Sigurður Elvar

 HK náði í þrjú dýrmæt stig á Akranesi í dag í nýliðaslag ÍA og HK í Pepsí-deild karla í knattspyrnu. HK hafði betur 2:0 með mörkum Bjarna Gunnarssonar og Valgeirs Valgeirssonar. HK er nú með 8 stig eftir níu leiki en ÍA er með 16 en hefur tapað þremur leikjum í röð í deildinni.

Skagamenn voru grimmari á upphafsmínútunum en það var hins vegar HK sem skoraði snemma. Bjarni Gunnarsson fékk boltann utan vítateigs ÍA á 10. mínútu. Fékk tíma til að leggja boltann fyrir sig og stýrði honum efsta í vinstra hornið með vinstri fæti. Glæsilega gert hjá Bjarna.

Þegar leið á fyrri hálfleikinn sóttu Skagamenn talsvert og dældu fyrirgjöfum og innköstum inn á vítateig HK en án árangurs. Liðið skapaði sér nokkur færi en dauðafærin var ekki mörg.

Í síðari hálfleik skoraði HK aftur eftir tíu mínútna leik. Vörn ÍA opnaðist þegar Bjarni gaf stungusendingu á Valgeir Valgeirsson sem skoraði með skoti í hægra hornið. Valgeir er aðeins 17 ára gamall en átti nokkrar rispur þar sem hann skapaði usla. 

Þarna var staða ÍA orðin erfið og þrátt fyrir að Jóhannes Karl nýtti sínar skiptingar fljótlega þá tókst ÍA ekki að brjóta upp leikinn. HK landaði sigrinum nokkuð auðveldlega á lokakaflanum.

Þórður Þ. Þórðarson var rekinn af velli á 89. mínútu en hann nældi þá í tvö gul spjöld á liðlega mínútu. Pirringurinn var greinilega farinn að segja til sín hjá Skagamönnum. Þeim gengur illa að skora á móti HK og þarf að fara ansi margar mínútur aftur í tímann til að finna mark hjá ÍA gegn HK í Íslandsmótinu. Leikir liðanna í 1. deildinni á síðasta keppnistímabili enduðu báðir 0:0.

ÍA 0:2 HK opna loka
90. mín. Bjarni Gunnarsson (HK) á skalla sem er varinn Gott færi en Árni sá við honum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert