Botnliðið styrkir sig

Linda Eshun í leik með Grindavík sumarið 2018.
Linda Eshun í leik með Grindavík sumarið 2018. mbl.is//Hari

Knattspyrnukonan Linda Eshun er gengin til liðs við 1. deildarlið ÍR en þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Linda, sem er landsliðskona Gana og á 27 landsleiki að baki, kemur til liðsins frá Aftureldingu en hún lék tvo leiki með liðinu í Inkasso-deildinni í sumar.

Eshun þekkir vel til á Íslandi en hún lék með Víkingi Ólafsvík sumarið 2015, Grindavík frá árinu 2016 til ársins 2018 og nú síðast Aftureldingu. Hún á að baki 34 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 1 mark.

ÍR hefur gengið afleitlega í 1. deildinni í sumar en liðið er í neðsta sæti deildarinnar án stiga eftir fyrstu sjö umferðirnar. Þá hefur liðið fengið á sig 33 mörk en gera má ráð fyrir því að Lindu Eshun sé ætlað að binda varnarleik liðsins saman.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert