Helmingur er í fallhættu

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir úr Breiðabliki er besti ungi leikmaðurinn í …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir úr Breiðabliki er besti ungi leikmaðurinn í 9. umferðinni. mbl.is/Hari

Þegar keppni er svo til hálfnuð í efstu deild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, þar sem aðeins tveir frestaðir leikir eru eftir af fyrri helmingi mótsins, er óhætt að segja að baráttan um alla deild sé töluvert meira spennandi en búist var við.

Fyrir fram var búist við toppslag Breiðabliks og Vals og enn eru þau hnífjöfn eftir helming leikja sinna. Eftir níu umferðir í fyrra munaði einu stigi á toppliðunum Breiðabliki og Þór/KA og það var ekki fyrr en langt var liðið á ágústmánuð að bilið tók að breikka. Nú, eins og þá, er ekkert sem bendir til þess að línur fari að skýrast strax á toppnum.

Það er svo enn erfiðara að ráða í botnbaráttuna, þar sem eitt stig skilur að neðstu fjögur liðin. Það sannaðist í umferðinni þar sem sigurmark KR gegn Keflavík kom liðinu upp um þrjú sæti, en Keflavík er í fallsæti á ný eftir gott gengi í júní. KR var á sama tíma í fyrra fimm stigum frá öruggu sæti.

Þessi fallbaráttupakki gæti enn stækkað því ÍBV er hvergi sloppið og Stjarnan, sem er án sigurs í fimm leikjum í röð og hefur ekki skorað mark síðan í maí, er aðeins fjórum stigum frá falli þrátt fyrir að vera í fimmta sætinu. Það má því segja sem svo að helmingur liða í deildinni sé í fallhættu.

Sjá úrvalslið 9. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna, besta leikmann umferðarinnar og besta unga leikmanninn á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert