Blika­kon­ur gerðu það sem þurfti

Breiðablik og Selfoss eigast við.
Breiðablik og Selfoss eigast við. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Þrátt fyrir að hafa yfirhöndina lengst af tókst Blikakonum ekki að keyra yfir gesti sína frá Selfossi í kvöld þegar liðin mættust í 11. umferð Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, en unnu þó 2:1 sigur.

Blikakonur voru mun ágengari í byrjun, pressuðu og létu vörn gestanna hafa fyrir sér en það stóð á færum, það besta þegar Hildur Antonsdóttir náði ekki nógu vel stundursendingu innfyrir vörnina.  Það var ekki fyrr en á 21. mínútu að Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom Breiðablik yfir með hnitmiðuðu skoti upp í vinstra hornið.   Tveimur mínútum fyrir leikhlé kom Alexandra Jóhannsdóttir Breiðablik í 2:0 eftir frábæran sprett Hildar Antonsdóttir upp hægri kantinn.

Þrátt fyrir að Blikar væru sækja vítt og breytt kom að því að skyndisókn Selfoss skilaði marki og á 72. mínútu minnkaði Magdalena Anna Reimus muninn úr einni slíkri.  Fékk annað færi nokkrum mínútum síðar en skotið ekki nógu gott og framhjá.   Undir lokin gáfu Blikar eftir og Selfoss færði sig uppá skaftið en þar við sat.

Breiðablik heldur því enn 2. sæti deildarinnar með jafn mörg stig og Valur en slakari markahlutfall.  Selfoss er eftir sem áður í fjórða sætinum með 16 stig.

Breiðablik 2:1 Selfoss opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is