Þær mættu dýrvitlausar

Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir. mbl.is/Hari

„Mér fannst þetta fyrst og fremst baráttusigur því Selfoss er með frábært lið,“  sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem skoraði fyrra mark Breiðabliks í 2:1 sigri á Selfossi í Kópavoginum í kvöld þegar leikið var í efstu deild kvenna í fótbolta, Pepsi-deildinni.

„Mér fannst við mun betri í fyrri hálfleik en þær í seinni hálfleik, samt unnum við, ég er samt mjög sátt við þessi þrjú stig.  Við gáfum ekkert eftir í seinni hálfleik og reyndum að gera okkar en þær mættu dýrvitlausar í seinni hálfleik og mér fannst byrja hann betur en við,“ bætti Berglind Björg við og ekkert spá í markhlutfall í baráttu um efsta sæti deildarinnar.  „Við spáum ekkert í hver hefur skorað hvað af mörkum, hugsum bara um að vinna leikinn, það er númer eitt, tvö og þrjú.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert