Uppákomur í Frostaskjólinu

Þorvaldur Árnason og Eysteinn Hrafnkelsson máta skóþvenginn í kvöld.
Þorvaldur Árnason og Eysteinn Hrafnkelsson máta skóþvenginn í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eysteinn Hrafnkelsson aðstoðardómari þurfti að skipta um skó meðan á leik KR og ÍA stóð í Pepsí deild karla í knattspyrnu í kvöld eftir að skótau hans gaf sig. 

Sólinn losnaði á takkaskónum og tæplega heppilegt að hlaupa fram og til baka eftir hliðarlínunni við slíkar aðstæður. Þar af leiðandi þurfti að gera hlé á leiknum og finna aðra skó fyrir Eystein. Með aðstoð Þorvaldar Árnasonar fjórða dómara tókst að leysa málið eins og sést á meðfylgjandi mynd sem Eggert Jóhannesson ljósmyndari mbl.is tók. 

Fleiri skakkaföll urðu á Meistaravöllum í kvöld en vallarklukkan fór ekki í gang og var leikið í fyrri hálfleik án þess að leikmenn eða áhorfendur vissu hversu mikið væri búið af leiknum. Vallarklukkan fór í gang í síðari hálfleik. 

Eitt og annað getur komið upp á íþróttaleikjum en í leik Breiðabliks og Fylkis fór dómarinn Ívar Orri Kristjánssonar af velli vegna meiðsla í fyrri hálfleik og Egill Arnar Sigurþórsson tók við. 

Ekki var meira leggjandi á skóna að svo stöddu eins …
Ekki var meira leggjandi á skóna að svo stöddu eins og sjá má. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Rólegt var yfir vallarklukkunni í fyrri hálfleik eins og sjá …
Rólegt var yfir vallarklukkunni í fyrri hálfleik eins og sjá má. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert