Unnu FH og veittu bikarnum viðtöku

Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR-inga, hefur Íslandsmeistaratitilinn á loft í …
Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR-inga, hefur Íslandsmeistaratitilinn á loft í Vesturbænum. mbl.is/Hari

Það mátti sjá tár á hvarmi þegar Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, lyfti Íslandsbikarnum á Meistaravöllum í Vesturbænum í gær. KR-ingar tóku á móti honum eftir 3:2-sigur á FH í nokkuð fjörugum leik þar sem heimamenn vildu líklega skemmta áhorfendum í síðasta leik sumarsins.

Eins og fram hefur komið síðan KR tryggði sér titilinn með 1:0-sigri á Val eru Vesturbæingar ákaflega vel að sigri í Íslandsmótinu komnir. Spekingar í heitu pottum sundlauganna segja oft „taflan lýgur ekki“ en KR er með 11 stiga forskot á Breiðablik þegar ein umferð er óleikin. KR og Breiðablik mætast einmitt í lokaleiknum og bilið gæti því breikkað.

FH-ingar verða að vinna fallna Grindvíkinga í lokaumferðinni til að tryggja sér Evrópusæti.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert