Gary Martin var bestur í september

Gary Martin í baráttu við Fylkismannin Ásgeir Börk Ásgeirsson.
Gary Martin í baráttu við Fylkismannin Ásgeir Börk Ásgeirsson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Gary Martin, markakóngur úrvalsdeildar karla í knattspyrnu 2019, var besti leikmaður deildarinnar í septembermánuði samkvæmt M-einkunnagjöf Morgunblaðsins.

Martin fékk sex M fyrir fjóra leiki sína með ÍBV í lokaumferðum Íslandsmótsins, en í þessum fjórum leikjum skoraði Englendingurinn átta mörk og tryggði sér markakóngstitil deildarinnar með 14 mörk samtals.

Þrír leikmenn fengu fimm M í síðustu fjórum umferðum deildarinnar. Það voru Kennie Chopart, hægri bakvörður KR-inga, og FH-ingarnir og framherjarnir Steven Lennon og Morten Beck Guldsmed, sem samanlagt gerðu 12 mörk fyrir Hafnarfjarðarliðið í þessum fjórum leikjum. Morten Beck var þar af með tvær þrennur.

Sjá greinina í heild sinni og lið septembermánaðar í Pepsi Max-deildinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert