Ingibjörg Lúcía til Stjörnunnar

Ingibjörg Lúcía er komin til Stjörnunnar.
Ingibjörg Lúcía er komin til Stjörnunnar. Ljósmynd/Stjarnan

Knattspyrnukonan Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir er gengin í raðir Stjörnunnar frá ÍBV en frá þessu greinir Stjarnan á Facebook-síðu sinni.

Ingibjörg, sem er 21 árs gömul, er alin upp hjá Sindra á Hornafirði en síðustu þrjú árin hefur hún spilað með ÍBV og varð bikarmeistari með því árið 2017. Hún hefur leikið 51 leik í efstu deild og hefur í þeim skorað tvö mörk. Þá hefur hún spilað með U16 og U19 ára landsliðunum, samtals níu leiki.

mbl.is