Magnús Már orðinn þjálfari Aftureldingar

Magnús Már Einarsson og Enes Cogic þjálfa Aftureldingu á næstu …
Magnús Már Einarsson og Enes Cogic þjálfa Aftureldingu á næstu leiktíð. Ljósmynd/Afturelding

Magnús Már Einarsson var í dag ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Aftureldingar í fótbolta. Hann tekur við af Arnari Hallssyni sem sagði upp starfi sínu í haust. Magnús var Arnari til halds og trausts á síðustu leiktíð. 

Magnús er þrítugur og hefur lengi verið viðloðandi fótboltann hjá Aftureldingu. Á hann yfir 100 leiki með liðinu. Þá hefur hann einnig leikið fyrir Hvíta riddarann, Leikni R. og Hugin. Enes Cogic, sem áður var þjálfari Aftureldingar, verður aðstoðarþjálfari. 

Afturelding hélt sæti sínu í 1. deildinni með naumindum á síðustu leiktíð og var einu stigi frá falli niður í 2. deild. Júlíus Ármann Júlíusson verður áfram með kvennalið félagsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert