Mikið breytt íslenskt lið mætir Englandi

Kolbeinn Birgir Finnsson er í byrjunarliðinu.
Kolbeinn Birgir Finnsson er í byrjunarliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska U20 ára landslið karla í fótbolta mætir jafnöldrum sínum frá Englandi í vináttuleik á Adams Park í Wycombe klukkan 19. 

Liðið er nokkuð breytt frá leik U21 árs landsliðsins gegn Ítalíu í undankeppni EM á laugardag. Elías Rafn Ólafsson, sem hefur verið að gera góða hluti með Aarhus Fremad í Danmörku fær tækifæri í markinu. 

Þá fá þeir Hjalti Sigurðsson, Torfi Tímoteus Gunnarsson, Davíð Ingvarsson, Kolbeinn Þórðarson og Valdimar Þór Ingimundarson tækifærið í byrjunarliðinu, en þeir hafa lítið spilað í undankeppni EM. 

Á meðal þeirra sem eru í byrjunarliði Englands eru Matty Longstaff, sem skoraði sigurmark fyrir Newcastle gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Danny Loader, sem hefur mikið verið orðaður við Manchester-félagið, Angel Gomes, leikmaður United og Jack Clarke, sem Tottenham keypti af Leeds í sumar og lánaði svo aftur í B-deildarliðið. 

Byrjunarlið Íslands: 

Elías Rafn Ólafsson

Hjalti Sigurðsson

Torfi Tímoteus Gunnarsson

Finnur Tómas Pálmason

Davíð Ingvarsson

Alex Þór Hauksson

Daníel Hafsteinsson

Kolbeinn Þórðarson

Kolbeinn Birgir Finnsson

Valdimar Þór Ingimundarson

Brynjólfur Darri Willumsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert