Mikið breytt íslenskt lið mætir Englandi

Kolbeinn Birgir Finnsson er í byrjunarliðinu.
Kolbeinn Birgir Finnsson er í byrjunarliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska U20 ára landslið karla í fótbolta mætir jafnöldrum sínum frá Englandi í vináttuleik á Adams Park í Wycombe klukkan 19.

Liðið er nokkuð breytt frá leik U21 árs landsliðsins gegn Ítalíu í undankeppni EM á laugardag. Elías Rafn Ólafsson, sem hefur verið að gera góða hluti með Aarhus Fremad í Danmörku fær tækifæri í markinu.

Þá fá þeir Hjalti Sigurðsson, Torfi Tímoteus Gunnarsson, Davíð Ingvarsson, Kolbeinn Þórðarson og Valdimar Þór Ingimundarson tækifærið í byrjunarliðinu, en þeir hafa lítið spilað í undankeppni EM.

Á meðal þeirra sem eru í byrjunarliði Englands eru Matty Longstaff, sem skoraði sigurmark fyrir Newcastle gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á dögunum.

Danny Loader, sem hefur mikið verið orðaður við Manchester-félagið, Angel Gomes, leikmaður United og Jack Clarke, sem Tottenham keypti af Leeds í sumar og lánaði svo aftur í B-deildarliðið.

Byrjunarlið Íslands:

Elías Rafn Ólafsson

Hjalti Sigurðsson

Torfi Tímoteus Gunnarsson

Finnur Tómas Pálmason

Davíð Ingvarsson

Alex Þór Hauksson

Daníel Hafsteinsson

Kolbeinn Þórðarson

Kolbeinn Birgir Finnsson

Valdimar Þór Ingimundarson

Brynjólfur Darri Willumsson

mbl.is