Íslandsmeistararnir styrkja sig

Diljá Ýr Zomers í baráttunni við Ásdísi Kareni Halldórsdóttur síðasta …
Diljá Ýr Zomers í baráttunni við Ásdísi Kareni Halldórsdóttur síðasta sumar en þær verða liðsfélagar hjá Val í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Dilja Ýr Zomers er gengin til liðs við Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu en þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins. Diljá skrifar undir tveggja ára samning við Íslandsmeistarana en hún kemur til félagsins frá Stjörnunni.

Diljá er fædd árið 2001 en hún er uppalin hjá FH í Hafnarfirði. Hún gekk til liðs við Stjörnuna fyrir síðasta tímabil þar sem hún skoraði eitt mark í 15 leikjum í úrvalsdeildinni. Hún á að baki 39 leiki í efstu deild fyrir FH og Stjörnuna þar sem hún hefur skorað tvö mörk.

Diljá á að baki fimm landsleiki fyrir U17 ára landslið Íslands þar sem hún hefur skorað eitt mark. Valskonur hafa verið duglegar að bæta við sig ungum leikmönnum að undanförnu og þær Ída Marín Hermannsdóttir og Arna Eiríksdóttir gengu báðar til liðs við félagið fyrr í haust.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert