Vestri fær sænskan liðsstyrk

Ivo Öjhage leikur með Vestra í sumar.
Ivo Öjhage leikur með Vestra í sumar. Ljósmynd/Vestri

Knattspyrnudeild Vestra hefur samið við sænska miðvörðinn Ivo Öjhage út leiktímabilið. Öjhage er stór og stæðilegur varnarmaður sem kemur til Vestra frá Levanger í Noregi. 

Hans uppáhaldsstaða er í miðverði en hann getur einnig spilað sem vinstri bakvörður. Öjhage spilaði með Arameisk og Älvsjö í heimalandinu áður en hann fór til Levanger. 

Vestri leikur í 1. deildinni á komandi sumri, en liðið hafnaði í öðru sæti 2. deildarinnar á síðustu leiktíð. 

mbl.is