Rúmenar fara fram á frestun

Afar ólíklegt er að Ísland og Rúmenía mætast á Laugardalsvelli …
Afar ólíklegt er að Ísland og Rúmenía mætast á Laugardalsvelli 26. mars. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rúmenska knattspyrnusambandið mun formlega óska eftir því á fundi aðildarfélaga UEFA á morgun að umspilsleiknum við Ísland sem á að fara fram 26. mars verði frestað.

Landslið þjóðanna eiga að mætast í undanúrslitum umspils um sæti í lokakeppni EM karla, en afar ólíklegt er að leikurinn verði spilaður samkvæmt upprunalegri áætlun. 

Formenn þeirra 55 knattspyrnusambanda sem eiga aðild að UEFA munu funda á morgun og var greint frá því á heimasíðu rúmenska knattspyrnusambandsins í dag að Razvan Burleanu, forseti rúmenska knattspyrnusambandsins, myndi meðal annars fara fram á það að umspilsleiknum við Ísland yrði frestað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert