Berglind úr Breiðabliki til Þórs/KA

Þór/KA hefur fengið liðsstyrk frá Breiðabliki.
Þór/KA hefur fengið liðsstyrk frá Breiðabliki. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Knattspyrnudeild Þórs/KA hefur gengið frá samningi við Berglindi Baldursdóttir og kemur hún til félagsins frá Breiðabliki. Hefur hún spilað átta leiki með Kópavogsliðinu í efstu deild. 

Berglind, sem er fædd árið 2000, hefur leikið með U17 og U19 ára landsliðum Íslands. Lék hún tvo leiki með Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni á síðustu leiktíð. 

Þá hefur hún einnig leikið með Haukum og Augnabliki. 

mbl.is