Nokkrir KR-inganna lausir úr sóttkví

Breiðablik og KR mættust síðasta þriðjudag.
Breiðablik og KR mættust síðasta þriðjudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þjálfarar og starfsfólk kvennaliðs KR í knattspyrnu, ásamt nokkrum leikmönnum, eru laus úr sóttkví sem þau voru send í vegna leiksins við Breiðablik í síðustu viku, eftir að uppgötvaðist að leikmaður Breiðabliks hefði greinst með kórónuveirusmit.

Aníta Lísa Svansdóttir aðstoðarþjálfari KR staðfestir þetta á Twitter. „Að gefnu tilefni þá voru þjálfarateymi og starfsfólk KR losuð úr sóttkví. Smitrakningarteymið skoðaði leikinn vel og losaði líka ónotaða varamenn frá okkur. Allir að fylgja öllum reglum,“ segir Aníta þar.

Lið KR er að öðru leyti í sóttkví, þ.e. þeir fjórtán leikmenn sem komu við sögu í leiknum, ásamt dómara leiksins, Bríeti Bragadóttur, og næstu leikjum þess hefur verið frestað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert