Studdi sitt lið í sóttkví á svölunum hjá sér

Kjartan Stefánsson á svölunum heima hjá sér að fylgjast með …
Kjartan Stefánsson á svölunum heima hjá sér að fylgjast með leik Fylkis og Gróttu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kvennalið Fylkis í knattspyrnu er í sóttkví vegna kórónuveirusmits í hópnum og gat því ekki mætt á völlinn í kvöld til að styðja karlalið félagsins í leiknum gegn Gróttu í Pepsi Max-deildinni.

Kjartan Stefánsson þjálfari kvennaliðsins er í sóttkví eins og leikmennirnir en lét það ekki aftra sér frá því að styðja sitt félag. Hann býr nánast við hliðina á Würth-vellinum og var mættur út á svalir með Fylkisfánann til að hvetja sína menn til dáða.

Kjartan og hans leikmenn í kvennaliðinu þurfa að hafa hægt um sig en vegna sóttkvíarinnar hefur næstu leikjum þeirra á Íslandsmótinu verði frestað. Þær áttu að fara til Akureyrar og leika við Þór/KA annað kvöld og taka á móti ÍBV á mánudagskvöldið kemur, en ekki er ljóst hvenær þeir leikir munu fara fram.

mbl.is