Kannski fínt fyrir bæði lið að þetta sé búið

Atli Arnarson skorar fyrsta mark HK í leiknum úr vítaspyrnu
Atli Arnarson skorar fyrsta mark HK í leiknum úr vítaspyrnu mbl.is/Sigurður Unnar

„Það er kannski fínt fyrir bæði lið að þetta sé búið bara,“ sagði glettinn Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, í samtali við mbl.is eftir 4:4-jafntefli liðsins gegn Gróttu í ótrúlegum leik í Pepsi Max-deild karla í fótbolta í dag. 

„Við vorum ekki vakandi í byrjun og þeir refsuðu okkur eftir að við missum boltann á hættulegum stöðum og vorum ekki á tánum í skyndisóknum. Þeir hefðu auðveldlega getað refsað Fylkismönnum á sama hátt í síðasta leik en þá tókst þeim ekki að skora mark. Það komu upp keymlíkar stöður í þessum leik.“

„Ég er sáttur með að ná að jafna leikinn í 2:2 eftir að hafa lent tveimur mörkum undir og svo aftur í 4:4. Á sama tíma er ég ósáttur með að ná að jafna leikinn eftir fimm mínútur í seinni hálfleik og ná ekki að halda frumkvæðinu í leiknum. Við gefum það frá okkur, þeir skora tvö mörk og við förum aftur að elta leikinn og þá aftur setjum við ákefð og tempó í leikinn þegar við erum tveimur mörkum undir. Við gerðum það ekki þegar við vorum í stöðu til að vinna leikinn.“

„Það var mjög skrítið og ólíkt okkur, venjulega höldum við áfram og reynum að spila á sama tempói. Það var eitthvað í höfðinu á mönnum, þeir héldu að þetta væri komið og myndi gerast að sjálfu sér, en það gerist ekkert þannig.“

„Það var klárt víti. Boltinn var á leiðinni á markið og á leiðinni inn eftir því sem ég heyri. Við lendum í hörðum brottrekstri í síðasta leik og það er erfitt fyrir mig að dæma hvort það hefði átt að gefa honum annað gula. Mér fannst hann taka við boltanum með öxlinni áður en hann fór í skotið. Mér fannst það augljóst að herðabreiður maður eins og Ásgeir hafi tekið hann með öxlinni,“ sagði Brynjar Björn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert