Valskonurnar nýta frestanir til hins ýtrasta

Ásdís Karen Halldórsdóttir
Ásdís Karen Halldórsdóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þegar leikjum Breiðabliks og Fylkis í fjórðu og fimmtu umferð Pepsi Max-deildar kvenna var frestað vegna kórónuveirusmits blasti sá möguleiki við Valskonum að ná afgerandi forskoti á keppinauta sína í toppbaráttunni.

Það hafa þær nú gert með tveimur góðum sigrum, fyrst í Eyjum og svo 3:0 gegn Stjörnunni á Hlíðarenda í gærkvöld. Þetta þýðir að Valur er sex stigum á undan Breiðabliki og átta á undan Fylki, enda þótt tvö síðarnefndu liðin séu með níu og sjö stig af níu mögulegum.

„Eftir að Valskonur voru komnar tveimur mörkum yfir var í raun aldrei spurning hvernig leikurinn myndi fara,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a. um leikinn á mbl.is.

*Ída Marín Hermannsdóttir gerði sitt fyrsta mark fyrir Val þegar hún kom liðinu í 2:0.

*Hlín Eiríksdóttir skoraði eitt mark og lagði annað upp og er komin með fimm mörk í deildinni.

Strax betri en 2015 og 2013

Þróttarkonur unnu FH í nýliðaslag í Kaplakrika, 2:1, og innbyrtu sinn fyrsta sigur á meðan Hafnarfjarðarliðið situr eftir án stiga á botni deildarinnar.

Þróttarliðið hefur nú þegar fengið fjögur stig sem er meira en það fékk tvö síðustu tímabil sem það lék í deildinni. Þróttarar náðu aðeins í tvö stig árið 2015 og þrjú stig árið 2013, en þetta Þróttarlið er í raun það fyrsta í sögunni sem gerir sig líklegt til að halda velli á sínu fyrsta ári í efstu deild. Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.

Umfjöllunina um leikina á Íslandsmótinu og M-gjöfina má sjá í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert