Ungt lið sem á margt ólært

Betsy Hassett
Betsy Hassett Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Þær eru tíu í klukkutíma og við áttum að nýta færin, skora fleiri og vinna þennan leik,“ sagði Betsy Hassett, miðjumaður Stjörnunnar, eftir 3:2-tap gegn hennar gömlu félögum í KR á Samsung-vellinum í Garðabæ í 6. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni.

Stjörnukonur voru manni fleiri í tæpan klukkutíma en lentu samt þrisvar undir í leiknum, síðast á 89. mínútu þegar Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði sigurmark KR. Betsy segir Garðbæinga þurfa nýta færin sín betur en hefur þó ekki of miklar áhyggjur af spilamennsku liðsins eða slöku gengi, Stjarnan hefur nú tapað þremur í röð.

„Við erum ungt lið og við eigum enn margt ólært. Við fengum samt fullt af færum, þetta er spurning um að skora úr þeim, vera agaðri fyrir framan markið. Þetta er nýtt lið og við eigum eftir að verða betri.“

Við þurfum bara að vinna leik, fá meira sjálfstraust og koma okkur aftur af stað. Við eigum eftir að vera í fínum málum þegar á líður,“ sagði Hassett í samtali við mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert