Aldrei komið til greina að hætta í fótboltanum

Mist Edvardsdóttir snéri aftur á knattspyrnuvöllinn á dögunum og byrjaði …
Mist Edvardsdóttir snéri aftur á knattspyrnuvöllinn á dögunum og byrjaði sinn fyrsta leik í fimmtán mánuði eftir langa fjarveru gegn Fylki um síðustu helgi. mbl.is/Hari

Valskonan Mist Edvardsdóttir fór á kostum þegar Valur heimsótti Fylki í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Würth-völlinn í Árbænum í 15. umferð deildarinnar á laugardaginn síðasta.

Mist, sem er 29 ára gömul, skoraði fjögur mörk í 7:0-stórsigri Valskvenna en Valskonur eru í efsta sæti deildarinnar með 40 stig, einu stigi meira en Breiðablik, sem á leik til góða á Íslandsmeistarana.

Mist, sem er uppalin hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ, hefur leikið með Val frá árinu 2011 en hún er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband í þriðja sinn á ferlinum síðasta sumar.

„Þær voru mjög öflugar þegar við mættum þeim í fyrri umferðinni og við áttum þess vegna von á hörkuleik,“ sagði Mist í samtali við Morgunblaðið. „Við vorum vissulega einum manni færri í níutíu mínútur þegar við mættum þeim í júlí en við mættum mjög vel gíraðar til leiks í Árbæinn. Þær voru auðvitað aðeins laskaðar en að sama skapi vorum við búnar að kortleggja þær mjög vel. Við breyttumst aðeins áherslum í okkar leik líka sem virkaði mjög vel.

Ég átti engan veginn von á því að byrja leikinn og ég var fyrst og fremst þakklát fyrir að taka þátt í öllum undirbúningnum. Ég frétti það svo daginn fyrir leik að ég væri í byrjunarliðinu og var frábær tilfinning,“ sagði Mist sem fór af velli eftir klukkutíma leik en hún á að baki 140 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skorað 24 mörk.

Fór þetta á gleðinni

Mist byrjaði að æfa með Valskonum síðasta vetur og átti ekki von á því að spila með liðinu í sumar.

„Eins og síðustu ár hafa verið hjá mér þá hefur þetta meira og minna alltaf verið keppni hjá mér að ná fyrra formi ef svo má segja. Ég átti hins vegar aldrei von á því að ég myndi spila einhvern fótbolta í ár og ég byrjaði þess vegna að æfa með liðinu í góðum gír og það var mun léttara yfir mér en oft áður.“

Viðtalið má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag ásamt úrvalsliði 15. umferðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert