Ásmundur fer upp á Skaga

Ásmundur Haraldsson.
Ásmundur Haraldsson. KSÍ

Ásmundur Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari Kára frá Akranesi en liðið leikur í C-deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. 

Gunnar Einarsson stýrði liðinu í sumar en hætti störfum til að taka við Víkingi í Ólafsvík á dögunum. 

Ásmundur hefur stýrt karlaliði Gróttu. Þá hefur hann verið aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins og hjá karlaliði FH. 

mbl.is