Tindastóll: Tiernan getur gert útslagið

Murielle Tiernan hefur skorað 73 mörk í 48 leikjum fyrir …
Murielle Tiernan hefur skorað 73 mörk í 48 leikjum fyrir Tindastól á síðustu þremur árum í deildakeppninni. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Söguleg stund rennur upp á Sauðárkróki í kvöld þegar Tindastóll  tekur á móti Þrótti frá Reykjavík í fyrstu umferð úrvalsdeildar kvenna í fótbolta, Pepsi Max-deildarinnar, á Sauðárkróksvelli klukkan 19.15.

Tindastóll hefur aldrei áður átt lið í efstu deild í knattspyrnu en mikill uppgangur hefur verið hjá kvennaliði félagsins undanfarin ár. Það komst upp úr 2. deildinni árið 2018 og vann síðan 1. deildina á síðasta ári. Mikil spenna er varðandi bandaríska framherjann Murielle Tiernan sem nú leikur í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni en hún hefur skorað 73 mörk í 48 leikjum fyrir Sauðkrækinga í deildakeppninni á síðustu þremur árum.

Harpa Þorsteinsdóttir segir um Tindastól:

„Ég held að Tindastóll verði þarna í botnbaráttunni, eigi erfitt sumar fyrir höndum í ljósi þess að það er erfitt að koma upp og það er erfiðara að koma upp í fyrsta skipti.

Það vinnur náttúrulega með þeim að það verður stemning að fara norður, bærinn verður með þeim. En þetta fer svolítið eftir því hvernig Murielle [Tiernan] kemur til með að vera á úrvalsdeildarstigi, af því að hún hefur litið rosalega vel út en svo er þetta oft skipulagðari leikur sem er verið að spila í efstu deild.

Það verður svolítið lykilatriðið fyrir þær, að hún spili vel. Ég held að þetta verði þungur róður en ég held að þetta verði samt skemmtilegt sumar fyrir þær. Ég held að þær nái í einhver stig og það verður stemning hjá þeim.“

Tindastólsliðið sem vann 1. deildina á síðasta keppnistímabili.
Tindastólsliðið sem vann 1. deildina á síðasta keppnistímabili. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

TINDASTÓLL
Þjálfari: Guðni Þór Einarsson.
Árangur 2020: Meistari 1. deildar.

Komnar:
Dominiqe Bond-Flasza frá Medyk Konan (Póllandi)
Eyvör Pálsdóttir frá Hömrunum
Ingibjörg Fjóla Ágústsdóttir frá Fram (úr láni)

Farnar:
Agnes Birta Stefánsdóttir í Þór/KA (úr láni)
Hallgerður Kristjánsdóttir í Val (úr láni)
Rakel Sjöfn Stefánsdóttir í Þór/KA (úr láni)
Lára Mist Baldursdóttir í Stjörnuna (úr láni)

Leikmannahópur Tindastóls 2021:

MARK:
1 Amber Kristin Michel - 1997

AÐRIR LEIKMENN:
2 Dominiqe Bond-Flasza - 1996
3 Bryndís Rut Haraldsdóttir - 1995
4 Birna María Sigurðardóttir - 2000
5 Bergljót Ásta Pétursdóttir - 2001
6 Laufey Harpa Halldórsdóttir - 2000
7 Sólveig Birta Eiðsdóttir - 2000
9 María Dögg Jóhannesdóttir - 2001
10 Jacqueline Altschuld - 1995
11 Aldís María Jóhannsdóttir - 2001
12 Ingibjörg Fjóla Ágústsdóttir - 1998
15 Anna Margrét Hörpudóttir - 2000
17 Hugrún Pálsdóttir - 1997
20 Kristrún María Magnúsdóttir - 1999
21 Krista Sól Nielsen - 2002
22 Guðrún Jenný Ágústsdóttir - 1991
23 Magnea Petra Rúnarsdóttir - 2005
25 Murielle Tiernan - 1994
Eyvör Pálsdóttir - 2002
Margrét Rún Stefánsdóttir - 2005
Marsilía Guðmundsdóttir - 2005

Fyrstu fimm leikir Tindastóls:
5.5. Tindastóll - Þróttur R.
11.5. Fylkir - Tindastóll
15.5. Tindastóll - ÍBV
19.5. Breiðablik - Tindastóll
27.5. Tindastóll - Þór/KA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert