Þær seldu sig dýrt

Natasha Anasi fyrirliði Keflavíkur.
Natasha Anasi fyrirliði Keflavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég held að við höfum fengið stigið fyrir vinnusemina og Suðurnesjabaráttuna, við ætluðum að leggja okkur fram og þær seldu sig dýrt, vildum koma okkur þannig á blað í deildinni og það gekk eftir,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkurkvenna.

„Ég þekki Kristján þjálfara Stjörnunnar og kom ekkert á óvart hvernig Stjarnan lagði upp leikinn en mér kom samt svolítið á óvart að hann skyldi spila þriggja manna vörn því hann vildi það aldrei þegar ég vann með honum um árið.  Ég stakk stundum upp á því en þá sagði hann:  ekki séns.   Reyndar spilaði Valur með þriggja manna vörn í fyrsta leik þeirra gegn Val svo það kom mér ekkert óvart.“

Marín Rún Guðmundsdóttir virtist meiðast í upphitun, hóf samt leikinn en varð að fara útaf á 9. mínútu.  Rétt fyrir leiksloki fékk Abby Charchio gult spjald fyrir mótmæli og þegar það fór á loft klappaði hún fyrir dómaranum og fékk því annað gult, svo hún var rekinn af velli.  „Leikurinn reyndist okkur samt svolítið dýr.  Abby fékk rautt spjald og Marín Rún meiddist í upphitun svo það verða ein eða tvær frá í næsta leik,“ sagði þjálfarinn.

Við notuðum mikið mjög af orku

„Við notuðum mjög mikið af orku í þessum leik enda er Stjarnan sterkt lið og þú veist hverju þú átt von á þegar þú mætir hingað á Samsung-völlinn,“  sagði Natasha Anasi fyrirliði Keflavíkurkvenna eftir leikinn og tók hlægjandi undir að liðið hennar ætti ekki mikið eftir af orku.  

„Við erum ánægðar með að fá stig og komast inn í mótið, erum líka hrikalegar ánægðar með að halda baráttuna til enda.  Við sjáum nú að það er allt mögulegt og mér fannst við eiga miklu betri leik en síðast, ætluðu að vinna núna en það gekk ekki alveg, fengum samt stig og það er flott.“  

mbl.is