Framarar unnu tíu Eyjamenn

Framarar fara vel af stað í sumar.
Framarar fara vel af stað í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Fram er með fullt hús stiga eftir tvo leiki í 1. deild karla í fótbolta, Lengjudeildinni, eftir sterkan 2:0-útisigur á ÍBV á Hásteinsvelli í kvöld. 

Það dró til tíðinda á 17. mínútu þegar Sigurður Arnar Magnússon braut af sér inni í teig og fékk að launum rautt spjald og Fram vítaspyrnu. Albert Hafsteinsson fór á punktinn og kom gestunum í 1:0, sem voru hálfleikstölur. 

Alex Freyr Elísson bætti við öðru marki fyrir Fram á 68. mínútu og gulltryggði sigurinn í leiðinni. Haraldur Einar Ásgrímsson var nálægt því að bæta við glæsilegu þriðja marki Fram en hann skaut í slá þegar skammt var eftir. 

Með sigrinum fór Fram upp í toppsætið en ÍBV hefur farið illa af stað og er án stiga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert