Tilboð í Brynjar frá Rússlandi og Ítalíu

Birkir Bjarnason fagnar Brynjar Inga Bjarnasyni eftir mark hans gegn …
Birkir Bjarnason fagnar Brynjar Inga Bjarnasyni eftir mark hans gegn Pólverjum í Poznan í dag. AFP

KA hefur fengið í það minnsta tvö tilboð í miðvörðinn efnilega Brynjar Inga Bjarnason sem hefur slegið í gegn með KA og íslenska landsliðinu í knattspyrnu að undanförnu.

Akureyri.net greinir frá þessu og segir að samkvæmt heimildum sé annað tilboðið frá Rússlandi en hitt frá Ítalíu, og þá kemur fram að lið á Norðurlöndunum hafi spurst fyrir um Brynjar Inga án þess að tilboð hafi komið þaðan.

Þessi tilboð komu fyrir leik Íslands og Póllands í dag en þar lék Brynjar enn og aftur vel og skoraði annað marka Íslands í 2:2 jafnteflinu í Poznan.

mbl.is