FH, Stjarnan og Breiðablik í efri styrkleikaflokki

Stjarnan og Breiðablik fá ásamt FH að vita um mótherja …
Stjarnan og Breiðablik fá ásamt FH að vita um mótherja sína á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

FH, Stjarnan og Breiðablik verða öll í efri styrkleikaflokki á morgun þegar dregið verður til fyrstu umferðar í nýju Evrópukeppninni hjá UEFA, Sambandsdeild Evrópu.

Liðunum hefur verið raðað í hópa og ljóst er hvaða fjórum til fimm mótherjum íslensku liðin geta mætt en þeir koma allir úr neðri styrkleikaflokknum.

FH getur dregist gegn RFS frá Lettlandi, Paide frá Eistlandi, Sligo Rovers frá Írlandi eða Larne frá Norður-Írlandi.

Stjarnan getur dregist gegn Sant Julia frá Andorra, Glentoran frá Norður-Írlandi, Bohemians frá Írlandi eða Kauno Zalgiris frá Litháen.

Breiðablik getur dregist gegn Honka frá Finnlandi, Newtown frá Wales, Mosta frá Möltu, Racing Union frá Lúxemborg eða Struga frá Norður-Makedóníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert