Hollendingur til Ólafsvíkur

Víkingur Ólafsvík hefur samið við varnarmann.
Víkingur Ólafsvík hefur samið við varnarmann. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnudeild Víkings frá Ólafsvík hefur gengið frá samningi við Cerezo Hilgen, 27 ára miðvörð frá Hollandi. 

Hilgen lék síðast með North Shore United í Nýja-Sjálandi. Hann hefur einnig leikið með liðum í Albaníu, Grikklandi, Þýskalandi og heimalandinu. 

Víkingur hefur farið afar illa af stað í sumar og er liðið í neðsta sæti Lengjudeildarinnar, 1. deild, með aðeins eitt stig eftir sex leiki. Þá hefur liðið fengið átján mörk á sig, flest allra. 

mbl.is