Valur gæti farið til Kýpur

Valsmenn fara til Kýpur, takist þeim að vinna Dinamo Zagreb.
Valsmenn fara til Kýpur, takist þeim að vinna Dinamo Zagreb. mbl.is/Sigurður Unnar Ragnarsson

Takist Íslandsmeisturum Vals í fótbolta að vinna óvæntan sigur á Dinamo Zagreb frá Króatíu í Meistaradeild Evrópu bíður þeirra einvígi við Omonia Nicosia, meistaralið Kýpur.

Þetta varð ljóst eftir að dregið var í höfuðstöðvum UEFA í dag. Kári Árnason lék átta deildarleiki með Omonia árið 2017 og skoraði tvö mörk.

Noregsmeistarar Bodø/Glimt, sem Alfons Sampsted leikur með, mætir annaðhvort Flora Tallinn frá Eistlandi eða Hibernians frá Möltu, takist liðinu að slá út pólska liðið Legia frá Varsjá.

Þá munu Rúnar Már Sigurjónsson og félagar í Cluj frá Rúmeníu mæta annaðhvort Fola Esch frá Lúxemborg eða Lincoln Red Imps frá Gíbraltar, nái liðið að slá út Borac Banja Luka frá Bosníu.

Liðin sem tapa í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar fara annars yfir í aðra umferð Sambandsdeildarinnar og dregið er til hennar á eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert