Tveir í bann eftir leik gærdagsins

Oliver Sigurjónsson er kominn í bann.
Oliver Sigurjónsson er kominn í bann. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Tveir leikmenn í Pepsi Max-deild karla í fótbolta eru komnir í bann vegna uppsafnaðra áminninga en aganefnd KSí fundaði í dag.

Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, og Pablo Punyed, miðjumaður Víkings, fengu báðir sitt fjórða gula spjald er liðin mættust á Kópavogsvelli í gær. Breiðablik vann 4:0.

Pablo verður ekki með Víkingi gegn KA á laugardaginn kemur og Oliver missir af leik Breiðabliks og Stjörnunnar næstkomandi mánudag.

Í 1. deild missir Orri Þórhallsson, leikmaður Fjölnis, af leik liðsins við topplið Fram á fimmtudag. Þá verður Jóhann Helgi Hannesson ekki með Þór gegn Aftureldingu á útivelli á föstudag. Oskar Wasilewski leikur ekki með Aftureldingu í leiknum þar sem hann fékk rautt spjald gegn ÍBV í síðustu umferð.

Marinó Axel Helgason leikur ekki með Grindavík gegn Vestra á sunnudag vegna fjögurra áminninga og Vestri verður án Chechu Meneses af sömu ástæðu.

mbl.is