Markahæsti maður FH framlengir

Steven Lennon hefur leikið vel í sumar.
Steven Lennon hefur leikið vel í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skoski knattspyrnumaðurinn Steven Lennon hefur framlengt samning sinn við FH út tímabilið 2023. Lennon er markahæsti leikmaður FH á tímabilinu með níu mörk í 14 leikjum. 

Lennon kom fyrst til Íslands árið 2011 og lék með Fram áður en hann fór til Sandnes Ulf í Noregi. Hann sneri aftur til Íslands og gekk í raðir FH árið 2014. 

Hann hefur skorað 106 mörk í 181 leik með FH í deild og bikar og 121 mark í 224 leikjum hér á landi með Fram og FH. 

Lennon komst á dögunum í fimmta sætið yfir markahæstu leikmenn íslensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi með 96 mörk fyrir FH og Fram. Þá er hann þriðji markahæsti leikmaður íslenskra liða í Evrópukeppni með átta mörk fyrir FH.

mbl.is