Rúnar Páll semur við Fylki til þriggja ára

Rúnar Páll Sigmundsson verður ekki svona lengi hjá Fylki en …
Rúnar Páll Sigmundsson verður ekki svona lengi hjá Fylki en er þó búinn að semja til þriggja ára.

Rúnar Páll Sigmundsson mun halda áfram sem aðalþjálfari Fylkis og hefur hann skrifað undir þriggja ára samning.

Þessu greindi hann frá í samtali við mbl.is eftir 0:6 tap Fylkis gegn Val í lokaumferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, í dag.

Rúnar Páll tók við sem þjálfari Fylkis undir lok tímabils en náði ekki að koma í veg fyrir fall Árbæinga niður í 1. deild.

Fylkir hafnaði í 12. og neðsta sæti með aðeins 16 stig í 22 leikjum.

Nánar var rætt við Rúnar Pál og kemur ítarlegra viðtal á vefinn síðar í dag.

mbl.is