Atli Sveinn ráðinn til Hauka

Atli Sveinn Þórarinsson verður næsti þjálfari Hauka.
Atli Sveinn Þórarinsson verður næsti þjálfari Hauka. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Atli Sveinn Þórarinsson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í fótbolta. Hann skrifar undir tveggja ára samning við Hafnarfjarðarfélagið og tekur við liðinu af Igori Bjarna Kostic.

Haukar hafa leikið í 2. deild undanfarin tvö ár og enduðu í níunda sæti deildariinnar á nýliðnu keppnistímabili.

Atli þjálfaði síðast Fylki ásamt Ólafi Stígssyni en þeim var sagt upp störfum á dögunum. Þar á undan þjálfaði Atli Dalvík/Reyni.

Áður en þjálfaraferillinn hófst lék Atli með Örgryte í Svíþjóð, Val og uppeldisfélaginu KA.

mbl.is