„Þeir fara út á einhverjum tímapunkti“

Arnar Gunnlaugsson.
Arnar Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings í knattspyrnu, var sáttur að loknum blaðamannafundi í gær þar sem tveir leikmenn voru kynntir til leiks. Davíð Örn Atlason og Karl Friðleifur Gunnarsson skrifuðu undir þriggja ára samninga við félagið.

Davíð snýr aftur frá Breiðabliki eftir árs fjarveru og Karl var í láni hjá Víkingum frá Blikum í ár.

„Ég er ótrúlega sáttur við þetta og hvernig félagið er að styðja við mig í að gera þetta að alvöruhópi. Ekki vantar leikina á næsta ári og við ætlum að verja báða titlana og ná eins langt og hægt er í Evrópukeppninni. Svo sjá allir hversu mikilvægir bakverðir eru í nútímafótbolta, við sjáum það hjá liðum eins og Chelsea, Liverpool og Manchester City.

Davíð og Kalli eru ekki bara hægri bakverðir, þeir geta leyst stöðu miðvarðar, vinstri bakvarðar og kantmanns ef því er að skipta. Þeir eru mjög fjölhæfir og geta leyst ýmsar stöður. Það eru endalausir möguleikar og svo þurfum við líka að vera viðbúnir því að menn meiðist. Í ár vann hópurinn titilinn, ekki byrjunarliðið,“ sagði Arnar við Morgunblaðið.

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert