Framlengdi í Árbænum

Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir leikur með Árbæingum í sumar.
Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir leikur með Árbæingum í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnukonan Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir hefur framlengt samning sinn við Fylki. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum.

Kolbrún Tinna, sem er 22 ára gömul, skrifaði undir tveggja ára samning við Árbæinga en hún gekk til liðs við félagið frá Stjörnunni árið 2019.

Hún er uppalin í Garðabænum en alls á hún að baki 37 leiki í efstu deild með Stjörnunni, Haukum og Fylki þar sem hún hefur skorað eitt mark. Þá hún að baki 24 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.

Við Fylkismenn getum glaðst yfir þeim tíðindum að leikmenn haldi tryggð við félagið og ætli sér að koma því í deild þeirra bestu!“ segir meðal annars í tilkynningu Árbæinga.

Fylkiskonur féllu úr úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og leika því í 1. deildinni næsta sumar.

mbl.is