Vona að hann buffi mig ekki fyrir að segja þetta

„Það er rosalega vel haldið utan um kvennaboltann í Keflavík,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Bestu markanna á Stöð 2 Sport, þegar rætt var um Keflavík í upphitunarþætti Dagmála fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu sem hefst á þriðjudaginn.

Þær Helena, Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, fyrrverandi markvörður KA/Þórs og ÍBV meðal annars, og Harpa Þorsteinsdóttir, fyrrverandi landsliðskona,, voru sérfræðingar þáttarins.

„Það hefur ekki verið sami kraftur í þeim á undirbúningstímabilinu eins og oft áður og ég á von á því að þetta verði erfitt hjá þeim. Ég vona að Gunnar Magnús [þjálfari Keflavíkur] vinur minn taki mig ekki og buffi mig fyrir að segja þetta,“ sagði Helena meðal annars.

Upphitunarþátt Dagmála fyrir Bestu deild kvenna og spá sérfræðinganna má nálgast með því að smella hér.

Gunnar Magnús Jónsson hefur stýrt Keflavík frá því í október …
Gunnar Magnús Jónsson hefur stýrt Keflavík frá því í október 2015. Ljósmynd/Þórir Tryggvason
mbl.is