Ég bara skil ekki þennan leik

Sigurður Höskuldsson á hliðarlínunni í kvöld.
Sigurður Höskuldsson á hliðarlínunni í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Sigurður Höskuldsson, þjálfari Leiknis, trúði því hreinlega ekki í samtali við blaðamann mbl.is strax eftir leik að Leiknir hafi tapað gegn Fram í kvöld í Bestu deild karla í knattspyrnu í Breiðholti í kvöld.

Fyrsti sigur Framara kom í Breiðholti

„Ég bara trúi því ekki að við töpuðum þessum leik. Ég trúi því ekki að við klúðruðum þessum færum. Ég trúi ekki að við vorum ekki betri í lykilmómentum í leiknum. Ég er bara virkilega svekktur. Ég er svekktur með liðið. Við vorum bara lélegir einn á einn bæði með bolta og án bolta þegar við erum að verjast. Stjórnum alveg þessum leik en það var gæðaleysi í þessu hjá okkur. Við náum varla að senda fimm metra sendingar á milli manna hér í kvöld. Við erum að skjóta boltanum útaf þegar við getum spilað boltanum. Svo  vorum við bara virkilega asnalegir þegar við vorum að verjast, sérstaklega einn á einn. Ég bara skil ekki þennan leik hér í dag. En við þurfum samt bara að halda áfram. Við svekkjum okkur á þessu í kvöld og svo bara áfram gakk,“ sagði Sigurður Höskuldsson við blaðamann mbl.is eftir 1:2 tap Leiknis gegn Fram í Bestu deild karla í kvöld. Leiknir er ennþá án sigurs í deildinni en liðið er með tvö stig eftir sex leiki.

mbl.is