Guðrún Jóna og Katrín farnar frá Haukum

Katrín Ómarsdóttir og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, fyrstar frá vinstri.
Katrín Ómarsdóttir og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, fyrstar frá vinstri. Ljósmynd/Brynjólfur Jónsson

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir og Katrín Ómarsdóttir eru hættar störfum sem þjálfarar 1. deildarliðs Hauka í kvennaflokki í knattspyrnu.

Félagið skýrði frá þessu í gærkvöld en Haukar sitja á botni deildarinnar eftir ósigur gegn Fjölni á heimavelli í fyrrakvöld. Liðið hefur tapað sjö af fyrstu átta leikjum sínum á Íslandsmótinu.

mbl.is