Svo eru þessar geðshræringar á milli liðanna

Höskuldur Gunnlaugsson og Birnir Snær Ingason í leik milli HK …
Höskuldur Gunnlaugsson og Birnir Snær Ingason í leik milli HK og Breiðabliks í úrvalsdeildinni fyrir tveimur árum. mbl.is/Árni Sæberg

Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, er spenntur fyrir viðureign Breiðabliks og HK sem leikin verður í Kórnum sunnudaginn 31. júlí.

Félögin drógust á móti hvoru öðru í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu. 

„Þetta er stemning. Leikurinn verður á sunnudeginum um verslunarmannahelgina þannig ég vona að það verði nóg af fólki í bænum til að troðfylla Kórinn, þetta er spennandi viðureign. 

Við erum alveg sigurstranglegri, en þetta er bikarinn þar sem allt getur gerst og svo eru þessar geðshræringar á milli þessara liða þannig það verður hrikaleg barátta á vellinum.

Við erum á leiðinni í hörkuleik og það er ekki spurning um að hann verði skemmtilegur til áhorfs, ég er fullviss um það og hvet alla til að mæta,“ sagði Höskuldur í stuttu samtali við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert