Kominn í þriggja leikja bann vegna ógnandi tilburða

Chris Brazell, annar frá vinstri, ásamt forráðamönnum Gróttu.
Chris Brazell, annar frá vinstri, ásamt forráðamönnum Gróttu. Ljósmynd/Grótta

Chris Brazell, þjálfari karlaliðs Gróttu í knattspyrnu, hefur verið úrskurðaður í þriggja leikja bann á Íslandsmóti vegna framkomu sinnar við dómara eftir leik HK og Gróttu þann 27. júlí. 

KSÍ greinir hér frá að framkoma hans hafi verð „alvarleg og vítaverð og falið í sér ógnandi tilburði gagnvart dómara leiksins.“ Auk þess ákvað KSÍ að sekta Gróttu um 100.000 krónur.

Brazell verður því ekki á hliðarlínunni er Grótta mætir KV í kvöld í Vesturbænum. Hann missir einnig af heimaleik gegn Aftureldingu og leik gegn Þrótti Vogum í Vogunum. 

mbl.is