Skoraði í þriðju snertingu

Afturelding varð að sætta sig við tap fyrir Keflavík í …
Afturelding varð að sætta sig við tap fyrir Keflavík í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér fannst við spila vel og þetta eru ekki góð úrslit en svona er þetta bara,“  sagði Eyrún Vala Harðardóttir úr Aftureldingu eftir 3:2 tap fyrir Keflavík þegar liðin mættust í Mosfellsbænum í kvöld er síðustu leikir 13. umferðar fóru fram í efstu deild kvenna, Bestu deildinni.

Eyrún Vala kom inná sem varamaður á 53. mínútu og áður en mínúta var liðin hafði hún skorað og komið Mosfellingum í forystu. „Ég held að þetta hafi verið þriðja snerting mín á boltanum og síðustu skilaboðin sem ég fékk áður en ég var send inná var að ég ætti að skora og ég náði að uppfylla þau.“

Afturelding vann Selfoss í 10. umferð, tapaði svo fyrir Þrótti en vann Þór/KA í síðasta leik sínum í deildinni og Eyrún Val vill stöðugleika. „Við þurftum jöfnunarmark og nú þurfum við að fara tengja sigra og vinna heimaleik en við erum með það gott lið að þetta kemur hjá okkur. Mér fannst leikurinn mjög jafn og liðin jöfn en þetta datt bara þeirra megin en hefði getað verið okkar megin.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert