Báðir þjálfarar KR láta af störfum

Arnar Páll Garðarsson og Christopher Harrington, fráfarandi þjálfarar KR.
Arnar Páll Garðarsson og Christopher Harrington, fráfarandi þjálfarar KR. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Christopher Harrington hyggst hætta sem þjálfari kvennaliðs KR í knattspyrnu. Arnar Páll Garðarsson, sem þjálfaði liðið ásamt Harrington, verður ekki heldur áfram.

Harrington staðfesti tíðindin í samtali við Fótbolta.net í dag.

Áður hafði Arnar Páll staðfest við Fótbolta.net að ákveðið hafi verið að láta hann fara að loknu tímabilinu.

Saman tóku þeir við liðinu af Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, sem lét af störfum þegar skammt var liðið af nýafstöðnu tímabili.

Þeim tókst þó ekki að rétta gengið við og hafnaði KR í 10. og neðsta sæti Bestu deildarinnar. Leikur liðið því í 1. deild að ári.

mbl.is