Þá kom öll þrautagangan heim og saman

„Ég hef alltaf horft á landsliðið og leyft mér að dreyma um að það,“ sagði Viktor Örn Margeirsson, nýkrýndur Íslandsmeistari með karlaliði Breiðabliks í knattspyrnu, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Viktor Örn, sem er 28 ára gamall, var í lykilhlutverki hjá Blikum sem unnu Bestu deildina með miklum yfirburðum.

Þá lék hann sinn fyrsta A-landsleik á dögunum gegn Sádi-Arabíu í Abú Dabí hinn 6. nóvember.

„Ég var gríðarlega stoltur að fá kallið í A-landsliðið,“ sagði Viktor.

„Ég var yfirvegaður, rólegur og spenntur í bland og þegar ég hljóp inn á í treyjunni og þá kom öll þrautagangan heim og saman,“ sagði Viktor meðal annars.

Viðtalið við Viktor Örn í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert