Geir yfirgefur Skagamenn

Geir Þorsteinsson fyrrverandi formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson fyrrverandi formaður KSÍ. mbl.is/Árni Sæberg

Geir Þorsteinsson hættir fljótlega sem framkvæmdastjóri Knattspyrnufélags ÍA en hann hefur gegnt starfinu í tvö ár.

Geir var áður formaður KSÍ um árabil en tók við hjá Skagamönnum árið 2020. Í tilkynningu á heimasíðu Skagamanna segir samkomulag hafi verið gert um að Geir láti af störfum á næstunni en hann verði félaginu innan handar næstu mánuði.

mbl.is