Adam orðinn leikmaður Fram

Adam Örn Arnarson í leik með Leikni gegn ÍBV.
Adam Örn Arnarson í leik með Leikni gegn ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnumaðurinn Adam Örn Arnarson hefur gert tveggja ára samning við Fram. Hann kemur til Fram frá Breiðabliki, en varnarmaðurinn lék með Leikni úr Reykjavík að láni á síðustu leiktíð.

Adam, sem er 27 ára og uppalinn hjá Breiðabliki, fór ungur að árum í atvinnumennsku og lék með Nordsjælland í Danmörku, Aalesund og Tromsø í Noregi og Górnik Zabrze í Póllandi. Hann á einn A-landsleik að baki.

Bakvörðurinn lék tíu leiki með Leikni á síðustu leiktíð, eftir að hafa aðeins leikið tvo leiki með Breiðabliki, fyrri hluta móts.

mbl.is