Sigurður úrskurðaður í árs bann

Sigurður Gísli Snorrason fagnar marki í leik með Þrótti úr …
Sigurður Gísli Snorrason fagnar marki í leik með Þrótti úr Vogum sumarið 2021. Ljósmynd/Guðmann Rúnar Lúðvíksson

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur úrskurðað Sigurð Gísla Bond Snorrason í eins árs bann frá allri þátttöku í knattspyrnu, sem nær yfir keppnistímabilið 2023, eftir að hafa gerst uppvís að því að veðja á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi á síðasta tímabili.

Sigurður Gísli, sem var á mála hjá Aftureldingu í B-deild á síðasta tímabili, veðjaði til að mynda á fimm leiki með eigin liði.

„Í greinargerð kæranda er sérstaklega vitnað til þátttöku varnaraðila í fimm veðmálum í tengslum við eigin leiki og eigið mót keppnistímabilið 2022.

Hafi varnaraðili í fjögur þessara skipta sjálfur tekið þátt í umræddum leikjum með liði mfl. karla hjá Aftureldingu í Lengjudeild karla,“ segir meðal annars í úrskurði aga- og úrskurðanefndarinnar.

Í reglu­gerð KSÍ um knatt­spyrnu­mót seg­ir að leik­mönn­um sem taka þátt í knatt­spyrnu­leikj­um á veg­um sam­bands­ins sé óheim­ilt að taka þátt í veðmála­starf­semi í tengsl­um við eig­in leiki og mót.

Öllum knatt­spyrnu­mönn­um sem eru sam­kvæmt stöðluðum samn­ingi KSÍ samn­ings­bundn­ir ís­lensk­um liðum er þá óheim­ilt að veðja á leiki í ís­lenska bolt­an­um. Slík­an samn­ing var Sigurður Gísli með hjá Aft­ur­eld­ingu.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni á heimasíðu KSÍ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert