Norskur miðjumaður í KR

KR-ingar mæta með breytt lið til leiks á næstu leiktíð.
KR-ingar mæta með breytt lið til leiks á næstu leiktíð. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knattspyrnudeild KR hefur gengið frá samningi við norska miðjumanninn Olav Öby. Hann lék síðast með Fredrikstad í B-deild Noregs. Er hann þegar kominn með leikheimild hjá KR.

Öby hefur allan ferilinn leikið í heimalandinu, þar sem hann hefur spilað með liðum á borð við Strömmen, Kristiansund, Kongsvingert og Sarpsborg.

Miðsvæðið hjá KR verður breytt á milli leiktíða, því Pálmi Rafn Pálmason hefur lagt skóna á hilluna og Hallur Hansson missir væntanlega af öllu tímabilinu vegna meiðsla.

mbl.is